Framtíð bleikjueldis á Íslandi

Deila:

Strandbúnaður mun halda ráðstefnu um bleikjueldi á Grand Hótel Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017. Samtals verða átta málstofur og flutt verða tæplega 50 erindi.

Í málstofunni verður gefið yfirlit yfir stöðu íslensk bleikjueldis í alþjóðlegu samhengi. Ísland er leiðandi í bleikjueldi á heimsvísu og sem felur m.a. í sér að við þurfum að hafa frumkvæði í rannsókna- og þróunarstarfi s.s. kynbótum, fóðurmálum og heilbrigðismálum til að tryggja framgang og samkeppnishæfni greinarinnar.

„Hvernig höfum við staðið okkur og hverjar eru helstu áskoranir á næstu árum?  Kynbætur og hrognaframleiðsla leggja grunn að áframhaldandi uppbyggingu bleikjueldis á Íslandi en skiptar skoðanir eru um í hve miklu mæli kynbótastarfið hefur skilar sér inn í rekstur bleikjueldisfyrirtækja. Hver stefnum við með rannsóknarvinnu og þróunarstarf?  Er það að endurspegla áskoranirnar og þarfir greinarinnar m.t.t. áframhaldandi uppbyggingar?    Hver er framtíðarsýn bleikjuframleiðenda á Íslandi?  Hvað mun takmarka vöxt greinarinnar til skemmri og lengri tíma?,“ segir í frétt frá Strandbúnaði.

Deila: