Kunna að meta íslenska saltfiskinn

Deila:

Kokkar af þremur veitingastöðum í Barcelona voru hér á landi í lok febrúar til að kynna sér íslenskan saltfisk og kynna Íslendingum að matreiða hann að hætti Spánverja.

Guil­lem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto tóku allir þátt í kynningarsamstarfi sl. haust þar sem 14 veitingastaðir buðu upp á saltaðan þorsk frá Íslandi og spænskan bjór, “Islandia al Plat”. Kynningin var liður í markaðsverkefni í Suður Evrópu undir merkjum Bacalao de Islandia á Spáni sem Íslandsstofa hefur umsjón með.

Kokkar saltfiskur BarelonaValdir voru þrír bestu réttirnir sem voru eldaðir úr söltuðum þorskafurðum frá Íslandi og kokkunum boðið til Íslands til að kynnast veiðum, vinnslu og leyndarmálinu að baki gæðum íslenska fisksins. Þeir munu síðan halda áfram að kynna fiskinn frá Íslandi á veitingastöðum sínum. Markmiðið er að styrkja enn frekar ímynd Íslands sem upprunalands gæðaafurða á þessum lykilmarkaði og byggja upp sambönd við matreiðslumenn á svæðinu sem eru tilbúnir að hampa íslenskum uppruna á veitingastöðum sínum.

 

Deila: