Hafró leitar að strokulöxum

Deila:

„Í ljósi frétta um slysasleppingar laxa úr sjókvíum er tilefni til að árétta mikilvægi þess að veiðimenn og veiðiréttareigendur séu vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum úr sjókvíum í ám.” Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar er bent á að áríðandi sé að lögum með eldiseinkenni sé komið til stofnunarinnar en laxar, sem líklega eru strokulaxar, hafa sést í teljurum í ám hér á landi, til dæmis í Laugardalsá.

Hafró segir mikilvægt að veiðimenn séu vakandi fyrir einkennum eldislaxa. „Á síðustu árum hafa veiðst eldislaxar í stangveiði í ám hér á landi. Greiningar á erfðaefni seiða í ám hafa sýnt merki um erfðablöndun villtra íslenskra laxa og norskættaðra eldislaxa.”

Fram kemur að einkennin geti verið misáberandi. Þau fara meðal annars eftir því hvenær í lífsferlinum viðkomandi lax slapp úr eldi.

Deila: