Venus með mestan loðnukvóta

Deila:

Átta skip hafa fengið úthlutað meira en 10.000 tonna loðnukvóta hvert nú í vetur, en alls fá 21 skip kvóta. Mestan kvóta fær Venus NS, 17.339 tonn. Fast á hæla honum kemur Vilhelm þorsteinsson EA með 17.073 tonn. Í þriðja sætinu er svo Víkingur AK með 16.083 tonn.

Önnur skip með yfir 10.000 tonn eru Beitir NK með 14.855, Börkur NK með 14.840, Sigurður VE með 13.239, Heimaey VE með 13.179 og Ísleifur VE með 10.675 tonn.

Loðnuaflinn í fyrra varð 101.000 tonn og var Vilhelm Þorsteinsson þá aflahæstur með um 9.900 tonn. Næst komu HB Grandaskipin Venus og Víkingur með 8.700 og 8.000 tonn.

 

 

Deila: