SFS líst illa á skýrsluna

Deila:

„Í opinni kynningu ráðherra í dag skaut skökku við að ráðherra hyggst leggja fram frumvörp sem í tveimur tilvikum eru ekki í samræmi við efni og niðurstöður skýrslunnar. Annars vegar hyggst ráðherra leggja til hækkun á veiðigjaldi og hins vegar hyggst hún gera tilraunir með uppboð aflaheimilda. Hvorugt er lagt til af þeim sérfræðingum sem fóru fyrir vinnuhópum og rituðu um hlutaðeigandi efni í skýrslunni. Af þeim sökum má hafa efasemdir um að ráðherra hafi nokkurn tíma haft í hyggju að hlíta niðurstöðum í skýrslu sem ekki væru í samræmi við pólitíska sýn ráðherrans.”

Þetta segir í niðurlagi greinar á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna skýrslu sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í gær um stefnumótun í sjávarútvegi. SFS telur miður að skýrslan víki ekki að því sem samtökin telja mestu máli skipta; samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stöðu hans í keppni við fiskveiðar annarra þjóða. Þar liggur að mati SFS stærsta áskorunin nú og í framtíð. „Hin títtnefnda sátt í sjávarútvegi verður varla til umræðu ef Íslendingar verða undir á erfiðum útivelli og engin verða þá verðmætin til skiptana.”

Greinina má sjá hér.

Deila: