Síld og karfi í stað þorsks

Deila:

Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki í síld og karfa í stað þorsks. Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat á tilboðum er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar, en viðmiðunarverð síðasta mánaðar fyrir þorsk var 147,29 kr/kg.

Tilboðsmarkaðurinn var opnaður í morgun, áttunda mars. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.

Samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu ber að greiða 12.900 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.

Fisktegund Þíg Aflamark  
Norsk-íslensk síld 0,23      3.837 tonn
Litli karfi 0,43    79.000 kg

 

 

Deila: