Hampiðjan verðlaunuð

Deila:

Hjörtur Erlendsson forstjóri og Hampiðjan fengu í gær viðskiptaverðlaun Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins en þau eru virtustu viðskiptaverðlaun sem veitt eru á Íslandi um hver áramót. Verðlaunin voru afhent af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Trausta Hafliðasyni ritstjóra í glæsilegu og fjölmennu hófi í Gyllta salnum á Hótel Borg.

Samhliða verðlaunaveitingunni var áramótablað Frjálsrar verslunar gefið út og er það tileinkað Hampiðjunni og þar er að finna ýtarlegt viðtal við Hjört.

„Við í Hampiðjunni þökkum innilega fyrir þann mikla heiður sem okkur er sýndur og tökum stolt við þessum verðlaunum,“ segir í frétt frá Hampiðjunni.

 

Deila: