Auglýst eftir umsóknum um veiðar á sæbjúgum

Deila:

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum fiskveiðiárið 2017/2018, sbr. reglugerð nr. 795/2013 um veiðar á sæbjúgum, með síðari breytingum.

Sækja skal um veiðileyfi í UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu, og skulu fylgja umsókninni upplýsingar um veiðar umsækjanda á sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár og samningur um vinnslu á sæbjúgum í landi eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða.

Umsóknarfrestur er  frá klukkan 9:00 þriðjudaginn 1. ágúst  til og með klukkan 16:00 þriðjudaginn 15. ágúst 2017.

 

Deila: