Nýr laxahausari frá Marel

Deila:

Marel hefur nú kynnt til sögunnar nýjan sjálfvirkan laxa-hausara, MS 2720, til sölu hjá Marel. Laxaframleiðendur leitast sífellt við að auka nýtingu og bæta flæðið í vinnslunni. Nýi hausarinn stuðlar að þessum þáttum með nákvæmum skurði sem tryggir hámarksnýtingu á hverjum fisk auk þess að tengjast sjálfvirkri innmötun á flökunarvél.

Vélin stuðlar að betri útkomu úr flökunarvélum með nákvæmum, einsleitum skurði og góðri meðhöndlun fisksins. Hausarinn eykur jafnframt afköst og er auðveldur í notkun þar sem öllum stillingum er stýrt á snertiskjá sem staðsettur á vinnupalli þar sem innmötun á vélina fer fram.

Hausarinn var fyrst sýndur á hinu árlega Salmon ShowHow 2017. Hausarinn verður settur upp í glænýrri vinnslu hjá Leroy Seafood Group í Noregi sem tekin verður í notkun síðar á þessu ári. Um er að ræða eina allra  hátæknivæddustu laxavinnslu veraldar og verður hún búin vinnslulínum frá Marel sem innihalda meðal annars nýja hausarann.

 

Deila: