Hafa unnið 90 þúsund tonn af kolmuna

Deila:

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnnar á Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa samanlagt tekið við 90 þúsund tonnum af kolmuna á þessu ári. Frá þessu greinir á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir að vinnslan hafi gengið afar vel.

Rakið er í færslu á vef Síldarvinnslunnar að kolmunaveiðar á Gráa svæðinu í færeysku lögsögunni hafi gengið afar vel að undanförnu. Fyrir helgi voru bæi Börkur NK og Beitir NK á landleið með fullfermi, eða vel yfir 3.000 tonn. Þá var Hákon EA einnig á landleið með fullffermi. Barði og Vilhelm voru þá enn á miðunum.

Ljóst má því vera að talan mun halda áfram að hækka.

Fram kemur að á Neskaupstað hafi 50 þúsund tonn verið unnin en 40 þúsund á Seyðisfirði.

Deila: