Vilja enn kvótasetja grásleppu

Deila:

Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt fram frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Landssamband smábátaeigenda vekur athygli á þessu en frumvaprið byggir á áður fluttu frumvarpi matvælaráðherra frá síðasta þingi.

„Að frumkvæði meiri hluta atvinnuveganefndar er mál þetta flutt nær óbreytt. Þær breytingar sem meiri hlutinn gerir á frumvarpinu frá fyrra þingi eru þær sömu og meiri hlutinn lagði til á fyrra þingi að lokinni umfjöllun nefndarinnar, sbr. nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar um sama mál á þskj. 1989.“, segir í greinargerð.

Flutningsmenn eru:

1. Þórarinn Ingi Pétursson 9. þm. NA, F
2. Ásmundur Friðriksson 6. þm. SU, S
3. Berglind Harpa Svavarsdóttir 6. þm. NA, S
4. Hanna Katrín Friðriksson 8. þm. RS, V
5. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 3. þm. NV, F
6. Orri Páll Jóhannsson 10. þm. RS, Vg
7. Óli Björn Kárason 10. þm. SV, S

Deila: