Eimskip fækkar sigldum mílum
Eimskip mun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs innleiða mikilvægar breytingar á gámasiglingakerfi félagsins sem hafa það að markmiði að styrkja enn frekar þjónustu við viðskiptavini með áreiðanlegri og umhverfisvænni siglingum og minnka kolefnisspor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef félagsins.
Breytingar fela að sögn í sér að einfalda siglingakerfið enn frekar, fækka viðkomum í höfnum og stytta siglingaleiðir „og þar með minnka kolefnislosun og lækka kostnað. Sú breyting sem nú er kynnt er lokafasi í verkefni sem hófst fyrr á árinu með siglingakerfisbreytingum sem innleiddar voru á vormánuðum.”
Fram kemur að með breytingunum muni sigldum leiðum fækka um 40 þúsund mílur, eða 5%. Samdráttur í olíunotkun verði 7% frá þessu ári en 14% frá 2022.
Nánar má lesa um þetta hér.