Framkvæmdastjóri eldis ráðinn hjá Arctic Fish

Deila:

John Gunnar Grindskar hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eldis hjá Arctic Fish. Fram kemur á vef fyrirtækisins um að sé að ræða nýja stöðu hjá félaginu. Allt seiða- og sjóeldi mun heyra undir hann. „Ísland er tiltölulega ný fiskeldisþjóð með sífellt meiri framleiðslu og mikil vaxtartækifæri. Arctic Fish hefur góðan grunn, stjórnar allri virðiskeðjunni frá seiðum í fullunna vöru sjálft sem felur í sér gríðarleg tækifæri. Helsta verkefnið verður að þróa starfsemina áfram og tryggja bestu mögulegu vinnubrögð með dýravelferð og sjálfbærni að leiðarljósi. Ég er fullur tilhlökkunar að taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum.

Á síðunni segir einnig að Baldur Smári Einarsson hafi verið ráðinn fjármálastjóri. Hann hefur verið sérfræðingur í fjármáladeild frá 2019.

Deila: