Saga Síldarvinnslunnar fæst víða

Deila:

Bókin Síldarvinnslan í 60 ár eftir Smára Geirsson er komin út. Í bókinni er farið yfir sögu fyrirtækisins í máli og myndum en Síldarvinnslan var stofnuð 11. desember 1957.

Ýmsir hafa að undanförnu hringt á skrifstofu Síldarvinnslunnar og spurt hvar unnt sé að festa kaup á bókinni. Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og fengust eftirfarandi upplýsingar hjá útgáfunni: Fullt verð bókarinnar er 6.980 kr. en boðið verður upp á Norðfirðingaafslátt og fá Norðfirðingar bókina á 5.000 kr. hjá útgefandanum fram til jóla. Verðið miðast við að bókin verði sótt en ef hún er send í pósti bætast við 1.000 kr. Best er að hafa samband við útgefandann í netfangið holar@holabok.is eða í síma 692-8508 eftir kl. 15 á daginn. Þess utan verður bókin fáanleg í Tónspili í Neskaupstað, Bókaverslun Forlagsins og Eymundssonarverslununum í Vestmannaeyjum, Austurstræti, Smáralind, Borgarkringlunni, Hafnarfirði, Ísafirði og Akureyri.

 

 

Deila: