Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá SVG

Deila:

Félagsfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem haldinn var miðvikudaginn 13. desember 2017 kl 20:00, kaus um tillögur lagðar fram af stjórn félagsins þess efnis að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla um úrsögn úr Sjómannasambandi Íslands annars vegar og hins vegar um úrsögn úr Alþýðusambandi Íslands .

Samþykkt var að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur um úrsögn úr Sjómannasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands. Atkvæðagreiðslan stendur yfir dagana 27. desember til og með 28. desember 2017 að báðum dögum meðtöldum.

Kjörstaður er skrifstofa Sjómanna- og vélstjórafélagsins á Sjómannastofunni VÖR að Hafnargötu 9, 240 Grindavík. Kjörstaður er opin milli kl. 08:00-18:00 og aftur milli kl. 21:00-23:00 miðvikudaginn 27. desember 2017 og milli kl. 08:00-20:00 fimmtudaginn 28. desember 2017.

 

Deila: