Vísir eykur enn sjálfvirkni í fiskvinnslustöð sinni í Grindavík

Deila:

Vísir í Grindavík hefur tekið í notkun nýja FleXitrim forsnyrtilínu sem jafnar flæði forsnyrtra flaka inn í FleXicut kerfið og er með innbyggða, sjálfvirka gæða skoðun. Þessi nýja tegund flæðilína kemur í stað eldri snyrtilína sem fram til þessa hafa skipað stóran sess í fiskvinnslu á Íslandi.

„Frá því FleXicut vatnsskurðarvélin var tekin í notkun árið 2014 hefur stöðugt verið unnið að ítrun vinnslukerfisins til þess að bæta flæði og auka gæði hráefnisins. FleXitrim forsnyrtilínan er mikilvægt skref í þessari þróun. Með tilkomu hennar dregur verulega úr vinnuálagi við snyrtingu og gæðaskoðun verður sjálfvirk þar sem hægt er að rekja hvert flak sem kemur inn í FleXicut til baka á einstakt stæði á snyrtilínunni,“ segir í frétt á heimasíðu Marel. Þar segir ennfremur:

HÁTÆKNI FISKVINNSLA

FleXicut er ein stærsta tæknibylting í hvítfiskvinnslu síðan flökunarvélar voru fyrst teknar í notkun, því hún greinir og sker bein úr flökum sem bætir ekki einungis með höndlun hráefnis heldur eykur hún hávirðishlutfall og nýtingu með bestun á hverju flaki sem fer í gegnum vinnsluna.
AUKIN SJÁLFSVIRKNI

Tilkoma FleXitrim forsnyrtilínunnar markar tímamót í hvítfiskvinnslu og er þeim sem nota FleXicut vinnsluna mikilvæg viðbót þar sem vinnsluferlið verður enn sjálfvirakara og skilvirkara. FleXitrim jafnar flæði forsnyrtra flaka inn á FleXicut með því að raða flökum jafnt á bandið í innmötun og tryggja að þar safnist hráefni ekki fyrir.

Að sögn Ómars Enokssonar, vinnslustjóra hjá Vísi, sáust strax miklar breytingar á flæðinu:

„Nýja línan raðar flökunum inn á skurðarvélina sem jafnar flæðið,“ sagði Ómar. „Og vegna þess að við notum röntgentækni til að finna bein þá getur skurðarvélin sent upplýsingar til baka á starfsmanninn á línunni ef gallar koma upp og þannig náum við að hafa gæðaskoðunina sjálfvirka“.

NÝ TEGUND SNYRTINGAR

FleXitrim skilar flökum inn á vinnustæði þar sem útlitsgallar eru fjarlægðir áður en flakið er viktað og því skilað inn á færiband sem flytur flakið inn á skurðarvélina. Kerfið býður upp á eftirlit yfir frammistöðumat starfsmanns sem snýr að nýtingu, hraða og gæðum. Upplýsingar um framistöðu eru sendar sjálfvirkt til hvers starfsmanns en það kemur í stað sérstaks starfsmanns í gæðaeftirliti sem hefur verið afar óvinsælt starf.

Með tilkomu FleXitrim forsnyrtilínunnar getum við nú boðið einstaka heildarlausn með sjálfvirkum bitaskurði og gæðaskoðun auk þess að halda fullum rekjanleika hvers fisks sem unninn er frá heilfisk í neytendapakningar.

 

Deila: