Aukinn botnfiskafli

Deila:
Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 77.902 tonn sem er 1% meiri afli en í nóvember 2016. Botnfiskaflinn nam rúmum 44 þúsund tonnum og jókst um 12%. Af botnfisktegundum veiddist sem fyrr mest að þorski eða rúm 26.700 þúsund tonn sem er svipaður afli og í nóvember 2016. Tæp 5.700 tonn veiddust af ufsa sem er ríflega tvöfalt meiri afli en á sama tíma í fyrra. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 31.600 tonnum og samanstóð af síld og kolmunna. Síldaraflinn nam tæpum 24 þúsund tonnum og dróst saman um 25% en rúm 7.700 tonn veiddust af kolmunna sem er nær tvöfalt meira en í nóvember 2016. Afli flatfisktegunda nam 1.350 tonnum og dróst saman um 12%. Skel- og krabbadýraafli jókst hins vegar um 35%, nam 735 tonnum samanborið við 543 tonn í nóvember 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá desember 2016 til nóvember 2017 var 1.166 þúsund tonn sem er 10% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í nóvember metið á föstu verðlagi var 5,4% meira en í nóvember 2016.

Fiskafli
Nóvember Desember-nóvember
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala         84,7         89,3 5,4
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 77.530 77.902 1 1.060.149 1.166.454 10
Botnfiskafli 39.542 44.188 12 461.164 423.033 -8
  Þorskur 26.715 26.719 0 268.223 248.625 -7
  Ýsa 3.188 3.474 9 39.585 35.527 -10
  Ufsi 2.757 5.697 107 49.086 48.006 -2
  Karfi 5.061 6.426 27 62.933 59.239 -6
  Annar botnfiskafli 1.821 1.872 3 41.336 31.635 -23
Flatfiskafli 1.527 1.350 -12 24.500 21.768 -11
Uppsjávarafli 35.918 31.629 -12 561.580 711.342 27
  Síld 32.004 23.888 -25 112.941 132.273 17
  Loðna 0 0 101.089 196.832 95
  Kolmunni 3.914 7.741 98 176.846 216.364 22
  Makríll 0 0 170.699 165.873 -3
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0
Skel-og krabbadýraafli 543 735 35 12.818 10.276 -20
Annar afli 0 0 86 35 -60
Deila: