Viðey komin út á Atlantshaf

Deila:

Ferð ísfisktogarans Viðeyjar RE frá Tyrklandi til Íslands miðar vel og er skipið nú komið út á Atlantshaf eftir siglingu um Eyjahaf og Miðjarðarhaf.

Í tölvupósti sem heimasíðu HB Granda barst á miðvikudag frá Þórarni Sigurbjörnssyni skipaeftirlitsmanni, sem haft hefur umsjón með öllum nýsmíðaverkefnum HB Granda í Céliktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, segir m.a.:

,,Í nótt munum við ,,snertilenda“ í Gíbraltar þar sem þar sem Denni, tæknitröll og eðalmenni hjá Brimrúnu, mun fara í land. Denni hefur verið með okkur til halds og traust í tæknimálum, m.a. séð um að við getum verið í sambandi við umheiminn og siglt rétta leið heim. Í bónus hefur hann verið okkur til skemmtunar með léttum og skemmtilegum húmor.“

Nú rétt fyrir kvöldmatarleytið var Viðey stödd suðvestur af Cadiz á Spáni og framundan er seinni áfangi ferðarinnar, siglingin til heimahafnar í Reykjavík. Samkvæmt áætlun á skipið að vera komið heim 21. desember nk. og verður því formlega gefið nafn við móttökuathöfn í Reykjavík degi síðar.

Áhöfnin á Viðey rétt fyrir komina til Gíbraltar.

Áhöfnin á Viðey rétt fyrir komuna til Gíbraltar.

Deila: