7.000 tonna múrinn rofinn
Strandveiðibátar rufu 7.000 tonna aflamúrinn sl. fimmtudag. Alls hafa 600 bátar fengið leyfi til veiða og hafa 582 af þeim verið virkjuð samkvæmt frétta á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.
Flestir eru bátarnir á svæði A – 225 og er afli þeirra að meðaltali 12,6 tonn sem er jafnmikið og á svæði C. Afli báta á svæðum B, C og D náði ekki aflaviðmiðun í maí og júní. Í júlí er líklegt að það endurtaki sig. Á svæði A voru veiðar hins vegar stöðvaðar eftir 13 daga í maí, 10 í júní og í júlí lauk veiðum eftir 8 daga.
Mestur afli að meðaltali í róðri er á svæði A – 675 kg
Myndin hér að neðan sýnir stöðu strandveiða 2017 að loknum veiðum sl. fimmtudag 20. júlí.