Ljósafell með 100 tonn
Ljósafell landaði í gær um 100 tonnum á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan var þorskur sem fór til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fór á fiskmarkað.
Skipið fer aftur á veiðar síðdegis í gær, með löndun aftur á fimmtudag sem markmið.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson.