Akraberg með 900 tonn úr Barentshafi

Deila:

Frystitogarinn Akraberg landaði nýlega 900 tonnum af þorski sem veiddust í lögsögu Rússa í Barentshafi. Veiðarnar gengu vel og náðist þessi afli á 14 dögum.

Aflanum var landað í Bátsfirði í Noregi og verður skipt um áhöfn áður en farið verður til veiða á ný. Skipstjóri í þessum túr var Eyðun á Bergi.

Færeyingar eru eins og Íslendingar með bolfiskkvóta innan lögsögu Rússlands í Barentshafi.

Akraberg er í eigu Framherja í Færeyjum sem er að hluta til í eigu Samherja.

 

 

Deila: