Komst óheppilega að orði

Deila:

Baldvin Þorsteinsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja hefur sett eftirfarandi yfirlýsingu inn á heimasíðu Samherja. Er hún sett inn eftir orðaskipti hans við seðlabankastjóra í morgun.

Í morgun komst ég óheppilega að orði við seðlabankastjóra í hita leiksins í húsakynnum Alþingis. Orðaval mitt var ekki sæmandi og hefði ég gjarnan kosið að hafa valið kurteislegri orð.

Í rétt sjö ár hefur Samherji setið undir ásökunum seðlabankans. Engin stoð hefur verið fyrir ásökunum bankans allan þennan tíma. Þetta hefur óneitanlega tekið á okkur öll sem þykir vænt um fyrirtækið, fjölskyldur okkar og starfsmenn.

Þegar við héldum að loks væri runnin upp sú stund að afsökunarbeiðni kæmi frá seðlabankanum var enn haldið áfram að réttlæta aðfarirnar. Við þær aðstæður fannst mér óviðeigandi að seðlabankastjóri nálgaðist föður minn kumpánlega og bað ég bankastjórann um að láta það ógert. Orðalagið við það tilefni gekk of langt. Mér þykir það leitt og vona að Alþingi og þið liðsfélagar mínir virðið mér þetta til vorkunnar.

 

Deila: