30 fyrirtæki á íslenskum þjóðarbás

Deila:

seafood-expo-global

Iceland Reponsible Fisheries tekur þátt í afurðasýningunni Seafood Expo Global sem haldin er samhliða tækjasýningunni Seafood Processing Global, dagana 25.-27. apríl 2017 í Brussel. Íslandsstofa skipuleggur íslenskan þjóðarbás á báðum sýningunum en um 30 íslensk fyrirtæki taka þátt.

Kaupendur og seljendur á íslenskum sjávarafurðum og aðrir hagsmunaaðilar eru boðnir velkomnir til fundar við starfsfólk Ábyrgra fiskveiða ses og Íslandsstofu sem sjá um að kynna verkefnið Iceland Responsible Fisheries, íslenskan sjávarútveg, vottun og markaðsmál IRF. Bás IRF er númer 834 í höll 6.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, heimsækir sýninguna miðvikudaginn 26. apríl.

 

Deila: