Halda á kolmunnaveiðar

Deila:

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar munu halda til kolmunnaveiða í nótt og á morgun, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Uppsjávarskipin Beitir NK og Börkur NK láta úr höfn í nótt en Barði NK á morgun. Það verður nóg að gera við kolmunnaveiðar hjá skipunum á árinu en alls er þeim heimilt að veiða um 78.000 tonn.

Heimasíða SVN ræddi við Tómas Kárason, skipstjóra á Beiti og spurði hvar veiðarnar myndu hefjast.

„Við munum hefja veiðar austur af Færeyjum en það eru um það bil 340 mílur þangað. Við erum semsagt rúman sólarhring að koma okkur á þessi mið. Færeyingarnir eru að fiska þarna núna og miðað við fréttir eru þeir að gera það gott,“ segir Tómas.

Meðfylgjandi mynd af uppsjávarskipum Síldarvinnslunnar í morgun en verið er að gera þau klár í dag til kolmunnaveiða. Ljósm. Smári Geirsson

 

Deila: