Áhugamaður um sauðfjárrækt

Deila:

Nú er það Svarfdælingur sem er maður dagsins á Kvótanum. Hjalti Viðar Hjaltason er verkstjóri í frystihúsi Samherja á Dalvík og hefur lengi unnið við sjávarútveginn. Honum finnst erfitt að heyra á greinina talaða niður í sífellu.

Nafn?

Hjalti Viðar Hjaltason.

Hvaðan ertu?

Svarfaðardal.

Fjölskylduhagir?

Bý með konu minni Hildi Birnu Jónsdóttur og við eigum 3 syni   og eitt barnabarn.

Hvar starfar þú núna?

Frystihúsi Samherja Dalvík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Var 16 ára hjá Frystihúsi KEA á Dalvík.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þetta er mjög lifandi og skemmtileg grein sem er búin að fara í gegnum miklar breytingar á þessum árum sem ég hef verið viðloðandi hana. 

En það erfiðasta?

Það erfiðasta er að hlusta á  greinina talaða niður í sífellu.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það  er æði margt.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Af mörgum minnisstæðum held ég að Vilhjálmur Björnsson heitinn – Villi Hlaup   standi þar uppúr.

Hver eru áhugamál þín?

Sauðfjárrækt.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakjöt. 

Hvert færir þú í draumfríið?

Mauritius.

 

 

Deila: