Þorskurinn verðmætasta tegundin

Deila:

Þorskur er langmest veiddi botnfiskur landsins. Þar á eftir koma ufsi, karfi og ýsa. Veiðar á þessum tegundum botnfisks jukust um 51 þús. tonn á árinu 2018 eða um 12,8%. Afli uppsjávarfisks jókst á árinu um 3,3% og jókst veiði kolmunna og grálúðu á meðan veiðar á makríl, síld og loðnu
drógust saman.
Verðmæti aflans jókst um 13% frá árinu 2017. Þetta skýrist af auknum veiðum á tegundum þar sem verð á tonn er hærra, þ.e. botnfiski. Ef helstu tegundir eru skoðaðar má sjá að þorskur er enn langverðmætastur og nam aflaverðmæti hans 57 mö.kr. á árinu 2018 eða sem nemur 45% af
heildarverðmæti aflans.
Aflaverðmæti allra helstu tegunda hækkaði um 13% á árinu 2018. Skýrist það af auknum veiðum, hagfelldri verðþróun sjávarafurða og veikingu krónunnar sem hefur áhrif til hækkunar á aflaverðmæti sjávarafurða.

Úr sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka.

 

Deila: