Aukið aflaverðmæti fyrir vestan og norðan

Deila:

Aflaverðmæti á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði síðastliðnum var 2,8 milljarðar króna. Það er samdráttur um 11,4%, sem er rétt yfir samdrættinum á heildina litið yfir landið allt. Sá samdráttur er þó ekki nema helmingur samdráttar í lönduðum afla á öllu landinu, sem var í mars 22%. Á hinn bóginn jókst aflaverðmæti á Vestfjörðum um 43,6% og um 19,5% á Norðurlandi vestra.

Suðurnesin koma næst með aflaverðmæti uppá 2,4 milljarðar. Það er samdráttur um 8% sem þýðir að meira hefur verið borgað fyrir aflann nú en í mars í fyrra og eða að hlutfall verðmætari fisks í aflanum hefur aukist.

Á Austurlandi er verðmæti landaðs afla 2,1 milljarður króna. Það er samdráttur um 24,6%, sem að miklu leyti má rekja til minni loðnuafla. Svipaða sögu er að segja um verðmæti landaðs afla á Suðurlandi. Það var 2 milljarðar króna, en dróst engu að síður saman um 22,7%. Þar skiptir minni loðnuveiði líklega  mestu máli.

Verðmæti landaðs afla á Norðurlandi vestra var 1,4 milljarðar króna og dróst það saman um 4,8%, sem er langt undir landsmeðaltalinu. Það bendir til hæra fiskverðs þar sem afli dróst víðast hvar saman. Aflaverðmæti á Vesturlandi var 1,2 milljarðar og dróst saman um 8,2% og þar er skýringin líklegast bæði aukinn afli og hærra fiskverð.

Verðmæti landaðs afla á Norðurlandi vestra var 770 milljónir króna, sem er 19,5% vöxtur frá fyrra ári. Þar er skýringin líklegast meiri afli og getur þar munað einum til tveimur stórum löndunum til eða frá. Á Vestfjörðum var verðmæti landaðs afla minnst, 628 milljónir, en jókst engu að síður um 43,6%. Þróunin í þessum landshlutum er þvert á gang mála annars staðar á landinu og skýrist fyrst og fremst af meiri afla, þrátt fyrir að samdrátturinn yfir heildina haf verið 22%.

Deila: