Fjölmargir Íslendingar taka þátt í Barcelona

Deila:

Vel á þriðja tug íslenskra fyrirtækja verða á meðal þátttakenda á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global, sem fram fer daganna 25.-27. apríl í Barcelona. Um er að ræða stærstu sjávarútvegssýningu í Evrópu ár hvert en hátíðin var áður haldin í Brussel.

Segja má að sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða þann hluta sem snýr að tækjabúnaði og tækninýjungum en hins vegar það sem snýr að sjávarafurðum. Þannig er sýningin einnig mikil matarhátíð.

Eins og fyrr segir mun fjöldi íslenskra fyrirtækja kynna starfsemi sína og framleiðslu á sýningunni. Í fyrra var áætlað að um 750 Íslendingar tækju þátt í sýningunni; ýmist sem gestir eða sýnendur.

Deila: