„Hér er hörkuveiði“

Deila:

Beitir NK er á kolmunaveiðum í færeyskri lögsögu en þangað hélt hann á skírdag. Á vef Síldarvinnslunnar er rætt við Tómas Kárason skipstjóra, sem ber sig vel. „Það verður að segjast að hér er hörkuveiði. Við fengum 630 tonn í gærkvöldi og nú eru allir nemar inni hjá okkur. Sum skip hafa sprengt þannig að nauðsynlegt er að fara varlega.“

Beitir er að veiðum 65 mílur suður af Færeyjum. Veðrið hefur verið gott, heilt á litið. Skipið er komið með 2.100 tonn í fim hollum en venjulega er dregið í átta til tíu tíma.

„Það eru mörg skip að kolmunnaveiðum á þessum slóðum. Það er allmikill fjöldi rússneskra skipa á gráa svæðinu suður af okkur og þar eru einnig norsk skip. Á sömu slóðum og við eru færeysk skip og ein sjö íslensk. Þá sýnist mér að sjö íslensk skip til viðbótar séu á leiðinni á miðin. Börkur hóf veiðar í gær og Barði mun líklega hefja veiðar í kvöld. Héðan af kolmunnamiðunum er semsagt allt gott að frétta og hér fiskast með ágætum,“ er haft eftir Tómasi.

Deila: