Huga að íslensku sumargotssíldinni

Deila:

Beitir NK hélt til síldveiða sl. sunnudagskvöld og mun hann huga að íslensku sumargotssíldinni. Síldarvinnsluskipin hafa heimild til að veiða um 4.000 tonn af þeirri síld. Beitir sigldi vestur fyrir land og ræddi heimasíða Síldarvinnslunnar við Tómas Kárason skipstjóra í gærmorgun, en þá var skipið statt út af Reykjanesi. Tómas sagði að enn væri heldur lítið að frétta.

„Það er rólegt yfir þessu og menn fara sér að engu óðslega. Við fréttum af því í gærkvöldi að ágætis lóð væru í Jökuldýpinu og Margrét EA kastaði þá. Aflinn reyndist vera um 140 tonn og nú þarf að skoða síldina meðal annars með tilliti til sýkingarinnar sem hefur verið í þessum síldarstofni undanfarin ár. Við erum á leiðinni í Jökuldýpið og það er blíða eins og er en það spáir víst kalda þegar líður á daginn,“ segir Tómas.

 

Deila: