Fiskverð hækkar

Deila:

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var í gær var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Það er Verðlagsstofa skiptaverðs sem gefur viðmiðunarverðið út.

Slægður þorskur hækkar um 8%

Óslægður þorskur hækkar um 8%

Slægð ýsa hækkar um 8,7%

Karfi hækkar um 4%

Verðið tók gildi í gær.Verð þessara tegunda var óbreytt í október í september hækkaði verðið um 3,5 til 5%. Þannig hefur þorskverð í beinum viðskiptum hækkað um 13% frá byrjun septembermánaðar. Mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á fiskmörkuðum undanfarin misseri og byggist ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs að nokkru leyti á henni.

Deila: