Styttist í heimsiglingu Bárðar SH

Deila:

Gert er ráð fyrir því nýr Bárður SH fái haffæriskírteini afhent frá Samgöngustofu á fimmtudag. Báturinn er enn í skipasmíðastöðinni Bredegaard í Danmörku og hafa skoðunarmenn Samgöngustofu skoðað hann þar.

Á föstudag er áætlað að halda til Hanstholm, þar sem settur verður um borð búnaður fyrir snurvoð, þvottakör og rennur. Það gæti tekið viku til 10 daga og að því loknu verður bátnum siglt heim. Áætlað er að heimsiglingin taki um fimm daga, en það fer nokkuð eftir veðri. Stoppað verður í Færeyjum á heimleiðinni, meðal annars til að taka olíu.

Deila: