Lakari afkoma norska flotans

Deila:

Afkoma norska fiskiskipaflotans dróst lítillega saman á síðasta ári. Tekjur hans jukust engu að síður, fóru úr 254 milljörðum íslenskra króna í 261 milljarð króna. Útgerðarkostnaður var 211 milljarðar og rekstrarhagnaður því 51 milljarður króna eða 19,4%. Það er lítilsháttar lækkun frá árinu 2016, engu að síður er þetta besta útkoma flotans að undanskildum árunum 2016 og 2011. Þá var hagnaðurinn 22,9% og 21,7%.

Afkoman er misjöfn eftir útgerðarflokkum. Útkoman hjá togurum og stærri bátum var svipuð og árið 2016, en hjá hefðbundnum bátum lækkaði hagnaðurinn. Undantekningin þar eru bátar 11-14,9 metrar að lengd. Afkoma þeirra batnaði og var hagnaðurinn 21,1% af tekjum.

Hagnaður uppsjávarveiðiskipa lækkaði á síðasta ári í nokkru samræmu við verðlækkun á síld og makríl. Afkoma nótabáta var best, 23,3%, en það er þó lækkun úr 29,8% árið 2016.

 

 

Deila: