Met í fjölda útkalla

Deila:

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Allt árið í fyrra fóru loftför Landhelgisgæslunnar í 257 útköll en undanfarin ár hefur útköllunum fjölgað frá ári til árs. Til samanburðar voru þau 160 árið 2011.

Útköll fyrstu ellefu mánuði ársins 2018 eru því 65% fleiri en allt árið 2011. Þá hafa útköll í hæsta forgangi verið rúmur þriðjungur allra útkalla ársins en tölurnar benda til þess að sjúkraflugi á land hafi fjölgað töluvert milli ára. Fjölgun útkalla loftfara Landhelgisgæslunnar hefur það í för með sér að löggæslu- og eftirlitsflug eru færri en oft áður.

Deila: