Bók um fiskveiðistjórnun að koma út
Bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir er nú að koma út á íslensku. Hún fjallar um fiskveiðistjórnun víða um heim. Sumir halda að íslenska kvótakerfið við fiskveiðistjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð á aflaheimildum. Bókin er eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró og hefur Hjörtur Gíslason, blaðamaður, þýtt hana úr færeysku.
Bókin verður kynnt í Grindavík, Reykjavík og Vestmannaeyjum um sjómannahelgina.
Efni bókarinnar er kynnt með eftirfarandi hætti á kápu bókarinnar:
Misjafnt er milli landa hvaða hagsmunum sjávarútvegurinn skal þjóna og hver það er sem á fiskinn í sjónum. Í Færeyjum segja lögin að fiskurinn sé „…. ogn Föroya fólks.“ Í Noregi segja þau „….ligg til fællesskapet í Noreg“ og á Íslandi „… standi undir lífsafkomu og hagsæld þjóðarinnar.“
Í öllum löndum eru deilur milli þjóðfélagshópa. Áherslur stjórnmálamanna og atvinnulífsins er misjafnar og miklar.
Sumir telja að kvótakerfi sé besta lausnin, en aðrir telja fiskidagakerfi betra. Deilt er um hvernig aflaheimildum skuli úthlutað, eftir aflareynslu eða þær boðnar út á almennum markaði. Ósamkomulag er um hvort útlendingar megi eiga fiskiskip og aflaheimildir eða ekki.
Skoðanirnar eru margbreytilegar.
Óli og Hjörtur
Óli Samró er fæddur 9 janúar 1963. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Árósum 1989. Síðan 1991 hefur Óli veitt sjálfstæða ráðgjöf í sjávarútvegi í Færeyjum og um allan heim.
Hjörtur Gíslason er fæddur 1951. Hann hefur verið blaðamaður í 40 ár og lengst af skrifað um sjávarútveg. Hann ritstjóri kvotinn.is
Myndin af ofan er af þýðanda og höfundi bókarinnar.