Heilsan skoðuð hjá HG

Deila:

Heilsubankinn í samstarfi við SÍBS komu í vinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í síðustu viku og bauð þeim starfsmönnum sem vildu upp á heilsufarsskoðun.

HG Heilsufar (2)

Í heilsufarsskoðuninni var meðal annars mældur blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun auk þess sem starfsfólki var boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar. Mikil ánægja var meðal starfsmanna með verkefnið og tóku allir starfsmenn í vinnslunni í Hnífsdal þátt, auk sjómanna af ísfisksskipum félagsins.

„Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. þakkar Heilsubankanum og SÍBS kærlega fyrir komuna,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins.

 

Deila: