Grilluð lúða með pestó

Deila:

Nú bjóðum við upp á uppskrift að einföldum veislurétti. Við grillum lúðu og höfum pestó með henni. Hollur, einfaldur og góður réttur, tilvalinn í góðan kvöldverð. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:

4 lúðusteikur, um 180g hver

3 bollar fersk basilíka

4 hvítlauksgeirar

¾ bolli parmesan ostur, rifinn

½ bolli ólífuolía

¼ bolli furuhnetur

¼ bolli hvítvín

Salt og pipar

Aðferðin:

Maukið basilíkuna, hvítlaukinn, ostinn, furuhneturnar og ólífuolíuna í matvinnsluvél. Takið ¼ bolla til hliðar.

Setjið hvítvínið og pestóið saman í plastpoka og hristið saman. Bætið þá lúðusteikunum í pokann, lokið honum og látið marínerast í ísskáp í klukkutíma.

Hitið grillið, eða bakaraofninn eftir því sem við á. Takið lúðusteikurnar úr maríneringunni og leggið á grillgrindina. Dreifið því sem eftir er í pokanum yfir steikurnar og saltið og piprið eftir smekk. Grillið fiskinn í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Tíminn fer nokkuð eftir þykkt bitanna.

Takið steikurnar út og jafnið þeim fjórðungi af pestóinu, sem tekinn var til hliðar, yfir þær. Berið fram með soðnum kartöflum og salati að eigin vali.

 

 

Deila: