Mikil og góð ýsuveiði

Deila:

Veiðiheimildir í ýsu voru auknar um 42% við síðustu fiskveiðiáramót.  Leyfilegur heildarafli fór úr 39.890 tonnum í 56.700 tonn.  Ekki er sjá annað en góð innistæða hafi verið fyrir aukningunni ef marka má aflabrögð togara það sem af er fiskveiðiárinu.  Ýsuafli þeirra nú 108% meiri en á sama tíma í fyrra að nálgast 18 þúsund tonn.  Krókaaflamarksbátar hafa einnig fiskað vel af ýsu og er afli þeirra kominn yfir átta þúsund tonn, 17% meira en í fyrra samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Heildarafli í ýsu það sem af er fiskveiðiári er kominn í 41.455 tonn sem er 13.704 tonn meira en í fyrra.   Í aflamarkskerfinu hafa 68% heimildanna verið nýttar en í krókaflamarkinu 66%.  Þegar litið er til sl. fiskveiðiárs er staðan 74% í krókaflamarki, en 60%  í aflamarkskerfinu.

Eins og þessar tölur bera með sér hafa aflabrögð verið einstaklega góð, t.d. var afli togara í mars sl. 2.770 tonn sem er 1.560 tonnum aukning frá mars 2018, sambærilegar tölur í krókaaflamarkinu voru 696 tonna afli á móti 492 tonnum.  Miðað við þessar tölur og aflabrögð verði með sama hætti út fiskveiðiárið er hætt við að ýsuskortur muni gera vart við sig í aflamarkskerfinu.

 

Deila: