Nýr framkvæmdastjóri Hólmadrangs

Deila:

Sigurbjörn Rafn Úlfarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hólmadrangs, rækjuvinnslunnar á Hólmavík. Hann er 51 árs gamall og fæddur og uppalinn á Álftanesi en á ættir að rekja í Bitrufjörð á Ströndum.

Sigurbjörn er menntaður heimspekingur frá Háskóla Íslands og vélvirkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík, en nú er hann einnig við nám í viðskiptalögfræði í Háskólanum á Bifröst. Hann hefur meðal annars stýrt fyrirtækinu GO-ON ehf sem hefur verið í innflutningi á varahlutum og vélbúnaði og þjónustað bæði útgerð og sjávarútveginn. Sigurbjörn er kvæntur Halldóru Jónsdóttur sem er hjúkrunarfræðingur.

Sigurbjörn Hólmadrangur

Rætt er við Sigurbjörn á fréttasíðunni bb.is „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og hlakka mikið til. Þetta hefur alltaf verið draumur minn að fá að komast þarna norður og mér finnst alltaf þegar ég er á svæðinu eins og ég sé einhvern veginn kominn heim. Ég hlakka mikið til að taka þátt í samfélaginu á staðnum. Ég er mikill útivistarmaður og er að klára nýliðaprógram hjá hjálparsveitinni í Garðabæ svo ég vonast til að ég geti lagt hönd á plóg til dæmis í björgunarsveitinni Dagrenningu. Starfið leggst mjög vel í mig, þetta er spennandi og krefjandi áskorun sem ég ætla að standa undir,“ segir Sigurbjörn kátur í bragði.

 

Deila: