Flemtri slegnir

Deila:

Smábátaeigendur jafnt og aðrir í sjávarútveginum eru flemtri slegnir vegna hríðlækkandi verðs á fiski.  Á fyrstu tveim dögum í mars birtast tölur sem eiga sér enga líka hvað verðlækkun snertir.  1. og 2. mars 2016 var meðalverð á óslægðri ýsu á fiskmörkuðum 298 kr/kg, nú ári síðar seldist hún á 187 kr/kg.  Mismunurinn er 111 kr/kg, verðlækkunin nemur 37%. Svo segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar segir ennfemur:

„Viðbrögð við frétt „Fiskverð og gengi“ sem birtist hér 1. mars sl. sýna að staðan er grafalvarleg.  Verðhækkun á erlendum mörkuðum fyrir ferskan fisk er ekki nægjanleg á móti styrkingu krónunnar gagnvart evru, pundi og dollar.  Smábátaeigendur hafa hægt á sér og segjast ekki eiga möguleika á að ná endum saman á því verði sem nú fæst fyrir aflann.  Óhjákvæmilegt er að bregðast verði við með einhverjum hætti.

Stærsta málið er auðvitað gengið sem að óbreyttu heldur áfram að styrkjast.  Aðrir þættir eru ýmsir kostnaðarliðir sem verða að lækka.  Þar spilar kostnaður við flutninga á markað stóran þátt, auk annarra þjónustuliða ef halda á veiðum áfram.“

Gengi gjaldmiðla LS

 

 

Deila: