Fræðslu og kynningarverkefni styrkt um 11,5 milljónir króna

Deila:

Rannsóknasjóður síldarútvegsins og Félag síldarútgerða hafa ákveðið að styrkja fjögur fræðslu- og kynningarverkefni um samtals 11,5 milljón króna. Þetta var tilkynnt á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Hörpu á föstudaginn. Rannsóknasjóður síldarútvegsins styrkir námsefnisgerð fyrir grunnskóla og fyrir sjávarútvegstengt nám á framhaldskólastigi. Allt fræðslu- og kynningarefni sem styrkt er af sjóðnum er aðgengilegt á netinu fyrir kennara og aðra sem vilja nýta sér það við kennslu. Hámarksstyrkur er 3 milljónir króna. Rannsóknarsjóður síldarútvegsins ásamt Félagi síldarútgerða styrkja á hverju ári nokkur verkefni sem tengjast sjávarútvegi, með einum eða öðrum hætti.

Verkefnin sem hlutu styrk í ár eru:

  • „Unnur Ægis“, heimsíða til birtingar á einstöku myndefni sem tekið er neðansjávar og í vötnum landsins.
  • „Lífið í fjörunni“, fræðslurit fyrir skóla og almenning.
  • Útgáfa stuðningsefnis fyrir rafrænu kennslubækurnar Íslenskur sjávarútvegur á 21. öld.
  • „Miklu meira en fiskur – gríptu tækifærið“ sjónvarpsþættir þar sem ungt fólk er hvatt til þess að huga að námi er tengist sjávarútvegi og hátækni tengdri greininni.
Deila: