Verð og framboð á mörkuðum breyttist lítið í verkfallinu í vetur

Deila:

Verkfall sjómanna í vetur hafði lítil sem engin áhrif á framboð á íslensku fiskmörkuðunum. Fiskverð var hins vegar hátt fyrst eftir að verkfall hófst í desember. Eftir áramótin lækkaði það á ný og var á svipuðu róli og verðið var á sama tíma árið áður. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi marko fish.

Markó fish framboð í verkfalli

Þar er framboðið sýnt og einnig farið yfir verðþróun á fiskmörkuðunum, en um 12% þorskkvótans eru seld á fiskmörkuðunum.
Þegar verkfall hófst í desember hækkaði verði mikið og var nálægt sögulegu hámarki fyrstu dagana og fram til áramóta. Í upphafi þessa árs lækkaði verðið niður í svipað verð og á sama tíma 2016. Það má að hluta til skýra með styrkingu krónunnar gagnvart evru sem var um 18% frá upphafi ársins 2016.

Marko fish verð í verkfalli

 

Deila: