Hvasst í hvalaskoðun

Deila:

Hann blés hressilega Kári í gær, norðan strekkingur en bjart. Samt var ekki annað að heyra á gestum  hvalaskoðunarbátanna en að þetta hafi verið hin besta skemmtun, enda mikið af hval í firðinum. Til að mynda sáust 7 hnúfubakar innarlega i firðinum. Aðsóknin í hvalaskoðun er stöðugt að aukast enda hefur bátunum fjölgað umtalsvert frá því í fyrra sem og ferðamönnum.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson

 

Deila: