Þorskafli í október 21.500 tonn

Deila:

Heildarafli í október 2022 var 129.469 tonn sem er 8,5% aukning frá október á síðasta ári. Botnfiskafli var tæplega 37 þúsund tonn sem er 8,7% aukning frá fyrra ári. Af botnfisktegundum var þorskaflinn um 21,5 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddust 90 þúsund tonn samanborið við tæp 84 þúsund tonn í október 2021.

Á tólf mánaða tímabili, frá nóvember 2021 til október 2022, var landaður afli rúmlega 1,5 milljónir tonna, sem er rúmlega 42% aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili. Þar af var uppsjávarafli rúmlega 1.055 þúsund tonn og botnfiskafli tæp 440 þúsund tonn.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

 

Deila: