Brim á ráðstefnu um sjálfbær tækifæri á Norðurslóðum

Deila:

Brim var þátttakandi á ráðstefnu sem Arion banki og BBA//Fjeldco lögmannsstofan héldu með bönkum og alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum í London um sjálfbær tækifæri á Norðurslóðum einkum á sviði matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu, námuvinnslu, ferðaþjónustu og samgangna. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, greindi frá umfangi sjávarútvegs á Norður Atlandshafi, hlut Íslendinga og mikilvægi sjálfbærrar þróunar.  Á ráðstefnunni var vakin athygli á stöðu Íslands með sína öflugu samfélagslegu innviði og traust fyrirtæki sem unnið geta með alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum að sjálfbærri þróun á svæðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, setti ráðstefnuna en auk forsvarsmanna Arion bank og BBA//Fjeldco fluttu erindi forstjórar fyrirtækjanna Amaroq Minerals, Eimskip, Icelandair, Alvotech, Geo Silica og Pt. Capital.

Deila: