Stærsti brunnbátur heims?

Deila:

Bakkafossur, sum er nýjasta skipið hjá laxeldisfyrirtækinu Bakkafrosti, er farið úr Istanbúl, þar sem skipið var smíðað og hefur sett stefnuna á Færeyjar. Gert er ráð fyrir að heimferðin taki um 15 daga.

Þetta er 109 metra langur brunnbátur og 22 metra breiður. Nýja skipið er svipað og eldri bátur sem heitir Hans á Bakka, en er nokkru öflugra. Um borð eru fjórir sjótankar sem rúma 7.000 rúmmetra af sjó og tankar til framleiðslu á 3.000 rúmmetrum af ferskvatni, sem er unnið um borð. Þetta mun vera ein stærsti brunnbátur í heimi.

Deila: