Rís gufubað við Ísafjarðarhöfn?

Deila:

Hugmynd um fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn er til skoðunar hjá Höfnum Ísafjarðarbæjar og hefur verið fjallað hefur verið um máli í tvígang í hafnarstjórn. Á fundi nú á dögunum kynnti hafnarstjóri áætlun um kostnað hafnarinnar vegna verkefnisins, ef afyrði en hann er talinn er nema röskum fjórum milljónum króna.

Talið er að kostnaður við gufubaðið sem slíkt geti numið um 25 milljónum króna og er hópur einstaklinga sem setti hugmyndina fram nú að kanna möguleika á fjármögnun. Hugmyndin að gufubaði á hafnarsvæði er hreint ekki ný af nálinni og eru slík þekkt erlendis. Til að mynda lúxusbað í Tromsö í Noregi sem meðfylgjandi mynd er af. Nú er spurning hvort Ísafjarðarhöfn verður fyrsta íslenska höfnin til að bjóða upp á gufubað á hafnarsvæði.

Deila: