Hægt að sæja um leyfi til túnfiskveiða

Deila:

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um leyfi til línuveiða á bláuggatúnfiski. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Leyfið veitir heimild til að stunda línuveiðar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember á veiðisvæði norðan 42°00,00´N milli 10°00,00´V og 45°00,00´V.

Gefin verða að hámarki út þrjú leyfi og á árinu 2023 er íslenskum leyfishöfum heimilt að veiða 212 tonn af bláuggatúnfiski.

Skilyrði fyrir leyfi:

  • Almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni.

  • Skip skuli vera að lágmarki 500 brúttótonn að stærð.

  • Hafa fullnægjandi útbúnað til veiðanna og meðhöndlunar bláuggatúnfiskafla.

Deila: