Tvær nýjar vísindagreinar um hafsvæðin norðan Íslands

Deila:

Nýlega hafa birst tvær vísindagreinar sem fjalla hafsvæðin fyrir norðan Ísland og byggja að hluta á gögnun Hafrannsóknastofnunar. Á þetta er bent á vef stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða grein sem fjallar um uppruna djúpsjávar sem myndast á hafsvæðinu á milli Grænlands, Íslands og Noregs og berst suður til Atlantshafs í gegn um skörð í djúpsjávarhryggnum milli Grænlands og Skotlands.

Í hinni greininni eru metnar breytingar á samkiptum sjávar og andrúmslofts í Norðurhöfum síðustu áratugi en verulegar breytingar hafa sést á myndun sjógerða og eiginleikum þeirra á tímabilinu.

Tenglar á greinarnar:

Formation and pathways of dense water in the Nordic Seas based on a regional inversion

Decadal Changes in Ventilation and Anthropogenic Carbon in the Nordic Seas

Deila: