Grásleppusjómenn fá 35 daga

Deila:
Matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2023.  Breytingin felur í sér fjölgun veiðidaga, í stað 25 veður fjöldi þeirra 35.  Reglugerðin mun birtast í Stjórnartíðindum 11. apríl.
Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Fram kemur að í bréfi LS til Matvælaráðuneytisins hafi verið farið fram á 30 daga, á grundvelli niðurstöðu grásleppunefndar LS. Í bréfinu er bent á að lífmassavísitala grásleppu sé nú í sögulegu lágmark og því ástæða til að fara varleg við ákvörðun um heildarfjölda veiðidaga.
LS bendir á að veiðar hafi gengið illa, 40% samdráttur sé á milli ára. Hins vegar hafi hitastig sjávar verið lægra nú en áður og við þær aðstæður hrygni fiskurinn seinna. Einnig hafi þorskgengd og tíðarfar hamlað veiðum.
Deila: